
Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju
Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju starfaði í um fimmtán ár og var nokkuð öflugur í starfi kirkjunnar í hverfinu.
Kórinn var að öllum líkindum settur á fót haustið 1994 og starfaði til vorsins 2007 en þá var hann lagður niður og listasmiðjan Litróf stofnuð innan Fella- og Hólakirkju en innan hennar er mikið tónlistarstarf.
Lenka Mátéová organisti og Þórdís Þórhallsdóttir tónmenntakennari voru stjórnendur allan tímann sem Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju starfaði. Kórinn kom lítillega við sögu á safnplötunni Kom englatíð, sem kom út árið 1999.














































