Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju (1995-)

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju hefur starfað líklega frá haustinu 1995, fyrst undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur en frá því um aldamótin undir stjórn Helgu einnar.

Kórinn sem skiptist í tvær aðskildar einingar (barna- og unglingakór) telur yfirleitt á bilinu fimmtíu til áttatíu meðlimi og hefur hann komið fram í ótal skipti innan kirkjustarfsins sem og utan þess.