Ég sel það ekki dýrara

Ég sel það ekki dýrara
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég frétti að Gunna væri kasólétt,
ég frétti eitt miklu verra en það.
Ég frétti, ég frétti, já ég frétti vinur minn
að hún gæti ekki feðrað krógann sinn.

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
en berðu mig samt ekki fyrir því.

Ég frétti að Skúli skuldi skatta,
skömmin er svo líkur sjálfum sér.
Ég frétti að pabbi hans væri enn í steikinni,
sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
en berðu mig samt ekki fyrir því.

Í eldhúskrókum Íslands undrin skapast,
því kjaftasagan er svo fjaðrafín.
Flýgur hún um stræti, flýgur hún um torg,
flýgur hún um dreifbýli og borg.

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
en berðu mig samt ekki fyrir því.

Ég frétti að Gunna væri kasólétt,
ég frétti eitt miklu verra en það.
Ég frétti, ég frétti, já ég frétti vinur minn
að hún gæti ekki feðrað krógann sinn.

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,
en berðu mig samt ekki fyrir því.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]