Kveldúlfur

Kveldúlfur
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Hann vinnur við að selja börnum svartan skít og bús,
staddur hér, staddur þar.
Þetta er fyrirmyndarmaður, hann á kerlingu og hús,
hún blaðrar hér, bullar þar.

Þau eiga börn sem brosa blítt og ástunda sitt nám,
nýta vel hverja stund.
Stelpan dansar ballet, brosleg tiplar hún á tá,
en sonurinn æfir sund.

En pabbi stundar aukavinnu, hans vinnustaður er,
þar sem ljósið ei sér.
En vanti þig í vandræðum smá köggul eða bús,
láttu hann káfa á þér.

Hann vinnur við að selja börnum svartan skít og bús,
staddur hér, staddur þar.
Þetta er fyrirmyndarmaður, hann á kerlingu og hús,
hún blaðrar hér, bullar þar.

En vanti þig í vandræðum smá köggul eða bús,
láttu hann káfa á þér.
Því þetta er fyrirmyndarmaður, með fyrirtæki og hús,
láttu hann þukla á þér.

En vanti þig í vandræðum smá köggul eða bús,
láttu hann káfa á þér.
Því þetta er fyrirmyndarmaður, með fyrirtæki og hús,
og vinnur þar sem ljósið ei sér.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]