Ungfrú Ísland (álit dómnefndar)

Ungfrú Ísland (álit dómnefndar)
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ungfrú Ísland má ekki vera voða, voða feit.
Ungfrú Ísland má ekki vera kiðfætt, ekki sveitt.
Hún má engin þyngsli bera
því þá fær hún kálfa svera.
Ungfrú Ísland.

Ungfrú Ísland má ekki brosa voða, voða skakkt.
Ungfrú Íslands hún ganga þarf með bossahnykk og í takt.
Hún má ekkert bera svikið,
aldrei fara yfir strikið.
Ungfrú Ísland, ungfrú Ísland.

Hún hafa þarf í höfði sínu
hellings mikið vit, já meira en nóg.
Hún leggja þarf til landkynningar
litla sæta hönd á stóran plóg.
Hún gefa þarf með brosi sínu
gaum að því sem gildi hafði í gær.
Hún iða þarf af yndishnokka
frá hvirfli oní hæl og útí tær.

Ungfrú Ísland má ekki vera sjabbí, ekki feit.
Ungfrú Ísland má ekki vera þunglynd, ekki þreytt.
Hún má ekki vera af lágstétt.
Hún má aldrei verða ólétt.
Ungfrú Ísland, ungfrú Ísland.

Hún má ekkert bera svikið,
aldrei fara yfir strikið.
Hún má engin þyngsli bera
því þá fær hún kálfa svera.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]