Frumsýningartýpan

Frumsýningartýpan
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Mig langar til að verða frumsýningartýpa.
Mig langar til að vera velkomin og töff.
Ég myndi fegins hendi tækifærin grípa,
ég myndi reyna að vera hressileg og röff.

Mynd í blaði, fólk í fréttum,
frumsýningarstaupið.
Ég heilsa vinum í æðri stéttum
og kemst kannske í áramótaskaupið.

Módelkjóll, módelfesti,
módeltýpa í módelvesti.
Ég reyni að vera hressileg og röff,
ég reyni að vera glæsileg og töff.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]