Týndi popparinn

Týndi popparinn
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég er poppari, sviðsvanur hoppari,
ég ferðast um foruga fjallvegi á ónýtum bíl.
Ég er poppari, samlokudroppari,
ég hakka í mig umbann ef gerir hann vonlausan díl.
Húsið er svo lítið en bandið er svo stórt
svo rótargengið og allir geti tórt,
ég verð að fylla það, taka liðið og trylla það.

Ég er poppari, þjóðvega hoppari,
ég kíki Kaupfélagsglugga og tékka á mynd.
Ég er poppari, sexbrókahoppari,
ég veit jú að líf mitt er bara ein dásamleg synd.
Ég dreypi á sjöföldum brennsa í Póló,
fíla mig djúpt inn í Hendrix-sóló, sóló,
nú kemur Hendrix sóló.

Sóló

Ég er poppari, sviðsvanur hoppari,
ég ferðast um foruga þjóðvegi á ónýtum bíl.
Ég er poppari, majónes droppari,
dansið þið stelpur og dillið þið ykkur með stíl.
Reynum að hrista upp í ballþyrstu liðinu,
stattu ekki svona eins og klessa á sviðinu,
skaka, skaka.
Ef rótarinn nælir í nýfermda píu
þá sýni ég mömmu hennar ástúð og hlýju,
dilla, dilla, dilla, dilla.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum]