Einfalt mál

Einfalt mál
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)

Leikur sér einn lítill sólargeisli,
hann kitlar þig á nefbroddinn,
hann hvíslar að þér – bara að leika mér.

Tístir lítill fugl í eyrað þitt,
hann syngur morgunljóð,
hann hvíslar að þér – bara að leika mér.

Blæs hann á þig heitur vindurinn,
hann segir þér að fara á fæturna,
hann hvíslar að þér – farðu að vakna.

Hlustar á þinn eigin andardrátt,
hann segir þér að þú sért lifandi,
hann hvíslar að þér – þú andar enn.

Með sama hjartslátt í brjósti
opnar þú gluggann þinn,
nýtt líf er að hefjast í dag
– það er einfalt má.

[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]