Beint út frá hjartanu

Beint út frá hjartanu
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)
 
Heyrðu góði,
ég er orðinn dauðleiður
að reyna að ná í þig,
er gjörsamlega vonlaust mál að tala um.

Það er alltaf sami
gamli þreytti símsvarinn,
hann syngur
brandarann umm bí bí do be do be do be.

Svo talaðu
beint út frá hjartanu,
láttu heyra hvað
það er sem truflar þig.

Svona gerðu eitthvað,
taktu upp símtólið,
ég verð að fá að vita
hvað þú ert að hugsa eiginlega.

Því þú veist það
að hvað sem brennir huga þinn að þá
er ég til staðar
til að gefa þér, gefa þér
allt sem ég á.

[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]