Guð einn það veit

Guð einn það veit
(Lag / texti:  erlent lag / Jónas Friðrik)
 
Hrösun mig henda kynni
og horfið mér gæti‘ úr minni
andartak, allt sem varst þú
og ástin svo heit, sem gafst þú.
En guð einn það veit hvað ég væri án þín.

Færir þú dag einn frá mér,
ég fyndi ei lengur hjá þér,
þá vernd sem mig best fékk varið,
ég víst gæti frá mér barið
en guð einn það veit hvað ég væri án þín.

Guð einn það veit hvað ég væri án þín.
Guð einn það veit hvar ég væri án þín.
Já, guð einn það veit hver ég væri án þín.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Eina ósk]