Framan við sviðið

Framan við sviðið
(Lag / texti: Kristján Viðar Haraldsson og Sveinbjörn Grétarsson / Kristján Viðar Haraldsson)

Stendur fyrir framan sviðið,
horfir á mig stórum augum,
með sólgleraugu á nefinu,
fallegust á ballinu.

Hreyfir sig eins og engill,
eins og drottning í ríki sínu.
Hún er á höttum eftir bráðinni
og ég er í náðinni.

Þetta er topp pía
með hlutina á hreinu.
Algjör klassa pía,
með augunum bíður mér heim,
í partí handa tveim.

Stendur framan við sviðið,
hún elskar lúxus líf,
vill gæja sem hafa stíl.
Þú veist, framan við sviðið,
hún elskar lúxus líf,
vill gæja á flottum bíl.

Alveg á hennar valdi
og þó að ég reyni að streitast á móti,
hún tekur ekki mark á mér,
veit ekki hvað neitun er.

Svo ég fylgi hennar reglum
í leik sem ég hlýt að tapa.
Þegar hún sér Trabantinn minn
þá fýkur drottningin.

Þetta er topp pía
með hlutina á hreinu.
Algjör klassa pía,
með augunum bíður mér heim,
í partí handa tveim.

Stendur framan við sviðið,
hún elskar lúxus líf,
vill gæja sem hafa stíl.
Þú veist, framan við sviðið,
hún elskar lúxus líf,
vill gæja á flottum bíl.

[af plötunni Greifarnir – Sviðsmynd]