Mescalin

Mescalin
(Lag / texti: Egó / Bubbi Morthens)

Jafnvel þótt himinninn dragi gluggatjöldin frá,
liggur dáleiðandi þokan glugga þínum á.
Himinninn brotnar í ljóðum, nakið undur,
kristaldýr í garðinum molnar í sundur.

Hálfluktum augum starði ég inn,
rafmagnað ljósið strauk mína kinn.
Hvíslandi þögnin reis úr dvala í gær,
bergmál vorsins í garðinum hennar grær.

Á heitum kvöldum hún kallar mig sinn vin,
með augu eins og demanta sem lýsa upp himininn.
Hún dansar fram á nætur í tunglsljósinu tryllt,
gulli roðið hár henar þyrlast úfið, villt.

Garðinn hennar vöktuðu sex japanskir vígamenn,
sem aldrei fóru af verðinum nema einn og einn í senn.
Ef þú vilt hana gleðja skaltu sena á morgun blóm,
hún hefur stærra hjarta, dýpri augu en páfinn í Róm.

Jafnvel þótt himinninn dragi gluggatjöld sín frá,
mun dáleiðandi þokan liggja glugga þínum á.
Augu þín sljóvga líka og þú rýnir í svartan hyl,
milli þín og drauma hennar liggur fingurbreitt bil.

[m.a. á plötunni Egó – Í mynd]