Blikandi haf

Blikandi haf
Lag og texti 12. september [Freymóður Jóhannsson]

En hvað það er dásamlegt að dansa hér,
dans við þig einmitt þetta lag.
Endurminningarnar streyma móti mér.
Manstu forðum þennan sama dag,
er við stóðum frjáls og glöð á Bláteigsbrún.
Blikandi hafið seiddi okkar þrá.
Gáruðu flöt þess léttskreið fley með ljós við hún.
Lagið okkar beggja fæddist þá.

Þetta kvöld var ógleymanleg unaðsstund,
er við nutum bæði – ég og þú.
Ljósaskiptin  breiddu frið um fjöll og sund.
Flýtum okkur – hverfum þangað nú!
Lokum augum, svífum út á Bláteigsbrún,
blikandi hafið svalar okkar þrá.
Heyrum í fjarska, langt frá strönd um laut og tún
lagið okkar beggja hljóma þá

[m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Bergmál hins liðna]