Bjarkarlundur

Bjarkarlundur
Lag og texti: Jenni Jónsson

Hugur leitar heim til þín,
hlýja, bjarta sveitin mín.
Bláu fjöllin brött og há,
berst mitt hjarta af þrá.

Bjart er þá um Bjarkalund,
blessuð sólin skín á grund.
Ljósið vekur líf og önd
við lofum Barðaströnd.

Allt er fagurt, undurfrítt,
elskulegt og blómum prýtt.
Hátt til lofts, til veggja vítt,
vötn og skógarlönd.

Bjart er þá um Bjarkalund,
blessuð sólin skín á grund.
Ljósið vekur líf og önd,
við lofum Barðaströnd.

[m.a. á plötunni Svona var það 1956 – ýmsir]