Kveiktu ljós

Kveiktu ljós
Lag / texti: erlent lag / Hafliði Guðmundsson

Kveiktu ljós, læstu fljótt,
þá líður þessi nótt
með oss bæði út í fjarskann,
inn í fagran stjörnugeim.
Burt með Bakkusarvöld
og blekkingarkvöld,
og við tvö skulum skapa okkar heim.

Því þennan heim eigum ein,
sem enginn fær að sjá,
ástin alsæl og hrein
enga sorg finna má.
Kveiktu ljós, læstu fljótt,
þá líða mun nótt,
með oss tvö ein í töfrandi heim.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Þótt þú langförull legðir…]