Miðnæturstemning

Miðnæturstemning
Lag / texti: höfundur ókunnur / Stefán Friðbjarnarson

Blómin sofa í bláma nætur,
blika stjörnur, minna á þig.
Hvar ert þú, sem gafst mér gætur
genginn dag og kysstir mig?

Lýðum þreyttum ljúf er nóttin,
leika skuggar kringum mig.
Mér í hug býr ógnsár óttinn,
óttinn sá að missa þig.

Loga ég af innra eldi,
aldrei verður framar rótt.
Svæfðu mig í svörtum feldi,
svörtum feldi þínum, nótt.

[m.a. á plötunni Karlakórinn Heimir – Kom söngur]