Í ljúfum lækjarhvammi

Í ljúfum lækjarhvammi
Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson

Í ljúfum lækjarhvammi
við lygna mylluþró,
ég unni ungri meyju,
sem áður fyrr þar bjó.

Hún hló og hét mér tryggðum,
með hring hún batt þær fast.
Svo rauf hún orð og eiða
og óðar hringur brast.

Sem fiðlungur ég flakka
um foldu út með sæ,
en síðan upp um sveitir,
og syng á hverjum bæ.

Í hernaði ég hleypi
hesti um vígaslóð.
Við opinn eld um nætur
er ætíð hvíldin góð.

Er heyri ég mylluhljóðið,
mig hrífur sorgarfár:
Mér fylgir fram til grafar
mitt forna hjartasár.

[af plötunni Smárakvartettinn – Úrvalssönglög]