Í okkar fagra landi

Í okkar fagra landi
Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson

Það er svo margt í okkar makalausa landi,
sem er merkilegt, finnst mér,
þó mannfólk sé þar ekki margt,
þá er það misjafnt, eins og vera ber,
já, reyndar miklu fleiri að telja má.
Í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð,
þótt frekar sé hún smá.

Þar greitt menn heimta eitthvað arðvænlegt frá álbræðslu og niður í sterkan bjór.
Á fundum alþingis menn fjasa og eru í framan eins og kvennakór.
Og sífellt hneyksla ungir aldna, því engin kynslóð aðra skilja má.
Í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.

En samt er flestu þessu fólki eitthvað furðulega sameiginlegt með.
Þess vegna elska ég það allt saman með allt þess skap og galla, kosti og geð.
Ég vildi bara helst ekki annars staðar en þessum vinum mínum vera hjá.
Í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.

[af plötunni Þuríður Sigurðardóttir – Fjórtán vinsæl lög]