Allir elska einhvern

Allir elska einhvern
Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson

Allir elska einhvern, einhvern tíma,
allir elska einhvern á sinn hátt.
Ástin, hún er eilíf glíma
við innri vanmátt.
Allir reyna að leggja sig í líma
að lifa í þeirri sælu, er þeir þrá.
Kærleiksvana í villu og svíma
oft vaða menn þá.

Ást mín líkist ólgandi sævi,
sem ólmast – litla stúlka – þér við barm.
Dag hvern, hverja stund, alla ævi.
Yfirstíga mun hún gleði og harm.

Allir elska einhvern, einhvers staðar.
Ég elska þig svo heitt – en hvað um þig?
Slái nú þitt hjarta hraðar,
þá hefur þú mig.

Viðlag

Allir elska einhvern, einhvern tíma.
Að elska og vera elskuð þarfnast þú.
Af hverju þá einmana að híma?
Hér er ég – kom nú.

[af plötunni Ómar Ragnarsson – Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett [ep]]