Tré

Tré
(lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson)

Tylltu þér við tré,
ég býð þér upp á te
innan garðs hjá mér.
Okkur líður vel.

Þú gróðursetur tré
í garðinum hjá mér.
Ég fylgist náið með
því sem er að ske.

Regnið kemur úr skýjunum,
sólin er hátt á himninum,
skjól frá vindinum,
snjórinn sest að vetrinum.

Rætur
Stofn
Greinar
Blöð

Þú leggur hönd á plóg,
ræktar heilan skóg.
Á stað sem enginn veit
þú tileinkar þér reit.

Regnið kemur úr skýjunum,
sólin er hátt á himninum,
skjól frá vindinum,
snjórinn sest að vetrinum.

Rætur
Stofn
Greinar
Blöð

[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]