Sól

Sól
(Lag Björn Jörundur Friðbjörnsson / texti Björn Jörundur Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson)

Ég heyrði því fleygt
að þú hefðir efast
um ágæti þitt.
Gætir svo fátt.
Sestu nú niður,
slappaðu af.

Teldu nú upp,
hvað kom þér af stað.
Ef það varst ekki þú
hver var það þá.
Hver var það þá,
var það Lukku Láki
eða Hjálpræðisherinn?

Viðlag
Hef heyrt þig syngja um sólina,
sama lagið og guðinn Ra.
Stíga til himna upp tónstiga.

Lífið er leikrit,
leiktu þitt hlutvert,
dragðu frá tjöldin,
stígðu á svið.
Vertu ófeiminn
við mótleikarana.

Viðlag

[af plötunni Nýdönsk – Regnbogaland]