Draumvinur fagri

Draumvinur fagri
(Lag / texti: erlent lag (Beautiful dreamer) / engar upplýsingar)

Draumvinur fagri, dagsljósið þver,
draumvinur fagri, ó, vak þú hjá mér.
Blómdögg og stjarnskinið bíða nú þín,
byggðin er sofnuð og tunglsljósið skín.
Draumvinur fagri, dís mín í óð,
daglangt ég syng þér viðkvæmnisljóð.
Hjaðnaður dynjandi dagglaumsins er,
draumvinur fagri, ó vak þú hjá mér.

Draumvinur fagri, dvel þú hjá mér,
dáið á rúðunni sólskinið er.
Bláskugginn kom og hann breiddi yfir mig
bleikljómuð draumtjöld – svo hitti ég þig.
Draumvinur fagri, dimmbláminn fer.
Dagur með ljósfingrum gluggann minn ber.
Eftir þá vermandi á vörunum er,
vinur minn, síðasti kossinn frá þér.

[óútgefið]