Æskuást

Æskuást
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Guðrún Pálsdóttir)

Rökkva fer, og ljómi dagsins dvín
draumhöfgi leggst á augun mín.
Ein ég sit og hlusta – ég heyri lítið lag.
Það lag þú söngst í dag.
Lag um æskuást og fagurt líf,
á unaðstónum þess ég burtu svíf,
svíf í aðra veröld sem visnar alltof fljótt,
en varir þessa nótt.
Lífið mér leikur er, með þér ég sterk í stríði er,
gleðin og sorgin sár, síð og ár
mun gefa gull og tár.

Blærinn hvíslar blítt frá þér,
ber hann lagið undurþýtt að mér.
Ein ég sit og hlusta – ég heyri lítið lag,
sem lofar nýjan dag.

[m.a. á plötiunni Sigrún Harðardóttir – [ep]]