Þú varst mín
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jóhanna G. Erlingsson)
Í mildu húmi máninn skein
um miðja nótt, við vorum ein,
liggjandi, blærinn við kinn.
Blikuðu stjörnur um himininn.
Ég hélt þér fast í faðmi mér
og fann hve heitt ég unni þér.
Þú varst mín einasta ást
sú eina er ég vissi að aldrei brást.
Þú varst mín, þú varst mín, hve sæll ég var
ástin í hjarta mér brann,
í augum þér andsvar ég fann,
ástin mín ein,
það var unun að vera þér hjá,
þú varst mín, þú varst mín og ég treysti þér þá.
Nú geng ég einn um gráan sand
og glatað er mitt draumaland.
Nú ert þú farin mér frá,
farin, og ást þína annar á.
Í höndum þér mitt hjarta var,
og hamingjan var líka þar,
því er ég einmana og einn,
því er í hjartastað kaldur steinn.
Þú ert mín – þú ert mín.
[m.a. á plötunni Hljómar – Hljómar 1965-68]