Horfðu á mánann

Horfðu á mánann
(Lag / texti: erlent lag / Pálmar Ólason)

Horfðu á mánann,
horfðu út á sæinn,
horfðu á laufin á trjánum sér leika við blæinn.
Bárurnar lyftast
að bjargi þær falla,
brosandi stjörnur blika skært, þær seiða og kalla.

Horfðu á mánann
og hugsaðu um daginn,
er hittumst við tvö ein hér niður við bládjúpan sæinn.
Höfug sig nóttin yfir lagði,
og hljótt ég við þig sagði:
Horfðu á mánann,
horfðu út á sæinn.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Ó borg mín borg]