Leiftra leiftra stjarna smá

Leiftra leiftra stjarna smá
(Lag / texti: erlent lag (Twinkle twinkle little star) / ókunnur höfundur)

Leiftra, leiftra stjarna smá,
stari’ ég hljóður log þitt á,
hátt á lofti, laus við ský,
líkt og demant geimnum í.

Ferðalangur þakkar þér
þegar blys þitt geisla fer,
villast myndi’ hann víst af leið
værirðu’ ei svo björt og heið.

Þegar blessuð sólin sest,
sem oss alla hryggir mest,
sendir þú þitt litla ljós
langra nátta himinrós.

[óútgefið]