Mamy blue

Mamy blue
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ég flyt þér sönginn Mamy blue.

Ó Mamy, ó Mamy Mamy blue, ó Mamy blue
Ó Mamy, ó Mamy Mamy blue, ó Mamy blue.

Við hittumst, áttum hljóðan fund
og heimurinn stóð kyrr um stund.
Svo hvarfst þú bak við fjöllin blá, mér frá.

Ég flyt þér sönginn.

Minn hugur yfir fjöllin fer
og flytur þennan söng með sér
mitt ástarljóð í eyra þér, hann ber.

Ég flyt þér sönginn
Ó Mamy, ó Mamy Mamy blue, ó Mamy blue
Ó Mamy, ó Mamy Mamy blue, ó Mamy blue.

Í hugum okkar segir frá
með söknuði og ást og þrá
sem enginn maður rita má, mér hjá.

Ég flyt þér sönginn.

[m.a. á plötunni Mjöll Hólm – [ep]]