Við lágan bæ

Við lágan bæ
(Lag / texti: erlent lag (Swanee ribber) / Bragi Sigurjónsson)

Við lágan bæ í litlum hvammi
langt upp í sveit,
í skógarhlíð til fjalla frammi
fyrstu barnsskónum sleit.
Úr heimi leikja varla vék ég
vorlangan dag,
um kjarr og bala kátur lék ég,
uns komið var sólarlag.

Úti’ er löngu leikjayndi,
lítil gleðiföng.
Bernska, kemur þú aldrei aftur,
aftur með leiki og söng?

[m.a. á plötunni MA kvartettinn og Smárakvartettinn á Akureyri – Úrvals sönglög]