Rökkurró

Rökkurró
(Lag / texti: Ísólfur Pálsson / Freysteinn Gunnarsson)

Í kvöld þegar ysinn er úti
og annríkið hverfur og dvín,
þá komum við saman og syngjum,
uns sjöstjarna á himninum skín.

Því andinn á heiðríkan himin
í hvíld eftir stormþungan dag,
og allt sem er göfugt til gleði,
það geymist í söngvum og brag.

Þótt vindsvalur vetur sé úti
og vorblíðan langt suðr’ í geim,
þá syngjum við sólskin í bæinn
og sumarið til okkar heim.

[m.a. á plötunni Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Mín sveitin kær]