Upp til fjalla

Upp til fjalla
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Upp til fjalla söngvasveinar,
seiðir hugann æskuþor.
Látum himinglaða hörpustrengi
hljóma dátt og kátt og lengi,
syngja um sól og vor.
Látum svella vorn söng
um hin grænu skógargöng
þar sem gleðin ríkin ein,
má jafnvel lífga kaldan stein.
Vorsins eilífa glóð
er oss borin í blóð,
stillum strengi, syngjum
vor sigurglöðu ljóð.

Fögnuð vekur vorið bjarta,
voldugt er þess söngvamál,
tónakliður yl í sálu seiðir,
sumargyðjan faðminn breiðir,
heillar hug og sál.
Látum svella vorn söng,
hyllum sólskinsdægrin löng,
kneyfum vorsins gullna vín
á meðan vorsins röðull skín.
Lyftum huganum hátt
upp í heiðloftið blátt,
fögnum sól og sumri
við söng og hörpuslátt.

Unaðsdagur óðum líður.
Ómar kveðjulag um geim,
þökkum sól og söngvaheim.
Fögru fjöll, við höldum heim.

[m.a. á plötunni MA kvartettinn – Úrvals sönglög]