Söngur sáðmannsins

Söngur sáðmannsins
(Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Bjarni Ásgeirsson)

Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænargjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blómgar akurbreiður
blessun skaparans.

Musterisins múra
marka reginfjöll.
Glitveg gróðurskúra
geislar skreyta höll.
Gólf hins græna vallar
grænu flosi prýtt.
Hvelfing glæstrar hallar
heiðið blátt og vítt.

Víg þig hér að verki
vorri gróðrarmold.
Hef þú hennar merki
hátt á móðurfold.
Hér er helgur staður
hér sem lífið grær.
Íslands æskumaður.
Íslands frjálsa mær.

[m.a. á plötunni Samkór Mýramanna – Yfir bænum heima]