Trunt trunt korriró

Trunt trunt korriró
(Lag / texti: erlent lag (Do wah diddy diddy) / Ómar Ragnarsson)

Sögu amma sagði mér um huldumann
sem söng trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
Og til sín sveitastúlku töfraði hann
og söng: trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
Það hreif
Hún hló
og í hólnum síðan bjó
ó, ó, ó og ástin, hún losnaði úr læðingi við það.
Ég fór að hugsa:
“Skyldu ævintýrin eiga svona
enn þá sér stað?”

Ég elskaði stúlku sem mig ekkert vildi með.
Ég söng trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró
og á þeirri stundu var sem undur hefði skeð.
Ég söng trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.
Það hreif
Hún hló.
Það hreif, hún hlóð
og fór með mér út í mó.
Ó, ó, ó,
og ástin hún losnaði úr læðingi við það.
Já, það er merkilegt að
ævintýrin eiga svona enn þá sér stað.

Og síðan við lifum í sælu hverja stund
og syngjum trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró
og ef þú vinur, þráir afhuga sprund
syngdu trunt, trunt, ó og hæ og hæ, korriró.
Það hrífur
Hún hlær
Það hrífur, hún hlær
og hún verður alveg ær
ó, ó, ó,
af ást til þín
og syngur trunt, trunt, ó og hæ og hó, korriró.

[af plötunni Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett – [ep]]