Draugaborgin

Draugaborgin
(Lag / texti: Egill Ólafsson)

Hlaðnir eru útveggir,
innviðirnir grautfúnir og NH3 í glösunum.
Vælið í uglunni heyrir Jón Sigurðsson glögglega
la la la…

Móri er í öndvegi,
segir fúla brandara og fölur sýgur kinnfiska.
Á suðrænum kjólfötum
stíga þeir dansinn við bókstafinn
la la la…

[af plötunni Stuðmenn – Tívolí]