Gjugg í borg

Gjugg í borg
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson)

Það var einn góðan veðurdag
mig langaði‘ oná torg
svo ég þeysti beint í konuna
og sagði: Gjugg í borg,
ég sagði: Gjugg í borg,
mig langaði‘ oná torg
en konan mín svo feit og fín
hún rak upp mikið org.
Hún sagði: Þú ferð ei –
frá mér karlmannsgrey
því ég þarf að nota þig
að hjálpa mér við gólfþvottinn.
Sei, sei, nei, ég sagði ussum svei,
svo þeytti‘ hún í mig þurrkunni
og ég sagði: Allt í kei.

Svo var það annan vetrardag
að að mér sótti sorg,
ég þandi beint í kelluna
og sagði: Gjugg í borg,
ég sagði: Gjugg í borg,
mig langar oná torg
en kella mín, svo feit og fín,
hún rak upp mikið org.
Hún sagði: Þú ferð ei
frá mér karlmannsgrey
því ég þarf að nota þig
að hjálpa mér við uppvaskið,
nei, nei, nei, hún sagði ussum svei.
Bull og þvæla, oj og bjakk,
punktur, basta‘ og takk.

[m.a. á plötunni Óskalögin 4 – ýmsir]