Sumarsmellur

Sumarsmellur
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Hlustendur, herðið hlustirnar.
Við erum búnir að hanna
sumarsmell fyrir þjóðina.
Vonandi græðum við peninga.

Ég get svo svarið það!

Hljómsveitin vill til útlanda.
Norræna gleypir bílana okkar.
Þetta kostar allt peninga.

Fjárhagur er til leiðinda.
Skemmtanir þarf að fjármagna.

Ég get svo svarið það!

Fjölmenni er í Færeyjum
en brennivín kemst í hljóðfærin.

[af plötunni Ég – Plata ársins]