Bræður
(Lag / texti: Rass)
Það voru einu sinni bræður,
þeir hétu Hansi og Gransi.
Þeir áttu heima í litlu þorpi
og bræður áttu sína drauma.
Vildu vinna í verksmiðju
og vera flottir gaurar.
Vildu vinna
og vildu drekka.
Bræður vilja vinna úti
og drekka af stúti.
Fengu vinnu í verksmiðju,
það var nóg að gera.
Nógur peningur, ægilega gaman.
Rosa stuð.
Já bræður vilja vinna úti.
Bræður.
Svo lenti Hansi í slysi,
bræður voru leiðir.
Bræður voru að vinna úti
og drekka af stúti og allt fór í rugl.
Bræður vilja vinna úti.
[af plötunni Rass – Andstaða]