Skuggar [13] (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skuggar var ein þeirra sveita sem keppti í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1992. Meðlimir Skugga voru Hörður [?], Tryggvi [?], Stefán [?], Ómar [?] hljómborðsleikari og Sigfús [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi (og hljóðfæraskipan) Skugga.

Skuggar [12] (1974-86)

Danshljómsveitin Skuggar var starfrækt um töluvert langt skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki er þó ljóst hvort hún starfaði alveg samfellt. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1974, hún var lengst af tríó sem ráðin var sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði hún þar að minnsta kosti fram á vorið 1979.…

Skuggar [11] (1971-72)

Hljómsveitin Skuggar starfaði á Suðurlandi í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar en hún lék á dansleikjum ásamt Mánum frá Selfossi árið 1971 og 72. Hugsanlegt er að Stefán Ásgrímsson hafi verið gítarleikari þessarar sveitar. Óskað eftir eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Skuggar [10] (1966)

Árið 1966 starfaði hljómsveit á norðanverðu landinu, hugsanlega Ólafsfirði undir nafninu Skuggar. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar en það eina sem finnst um hana er að söngvari hennar hét Sigvaldi, hún var því eitthvað auglýst undir nafninu Skuggar og Sigvaldi.

Júdó & Stefán [1] (1993)

Júdó & Stefán var dúett (eða hljómsveit) sem var angi af Sniglabandinu, og kom fram með þeirri sveit haustið 1993. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en um einhvers konar grínhljómsveit eða -atriði var líklega um að ræða af hálfu Sniglabandsins.

Afmælisbörn 9. febrúar 2022

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar en þau eru sjö talsins í dag: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og níu ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum…

Afmælisbörn 8. febrúar 2022

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og sjö ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Afmælisbörn 7. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 5. febrúar 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2022

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og þriggja ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og sex ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Sköllótta tromman (1989-96)

Margt er á huldu varðandi fjöllistahóp eða hljómsveit sem kallast hefur Sköllótta tromman en nafnið hefur verið notað af hópi mynd- og tónlistarmanna í tengslum við gjörninga og tónlistarsköpun síðan 1989 að minnsta kosti, óvíst er þó hvort hópurinn er enn starfandi. Nafnið Sköllótta tromman kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1989 og í tengslum…

Sköllótta tromman – Efni á plötum

Sköllótta tromman – Tjón í Valhöll Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1990 [?] / 2016 1. Sjóarinn síkáti 2. Tjón í Valhöll 3. Jeppi á fjalli 4. Óskalög sjúklinga 5. Strand á Ströndum 6. Óskalög Strandamanna 7. Fjólubláir hrafnar Flytjendur: Guðjón Rúdolf Guðmundsson – [?] Óskar Ingi Thorarensen – [?]

Skrúðsmenn (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skrúðsmenn. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit, hvorki hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hvar og hvenær hún starfaði o.s.frv. en allar slíkar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Skruggur (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blússveit sem gekk undir nafninu Skruggur og starfaði líklega um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Valtýr Björn Thors mun hafa verið gítarleikari sveitarinnar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Skrautreið Hemúlanna (1978-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Skrautreið Hemúlanna (með vísan í bækurnar um Múmínálfana e. Tove Jansson) starfaði veturinn 1978-79 og kom að minnsta kosti einu sinni fram, vorið 1979 í Félagsstofnun stúdenta þar sem sveitin mun hafa leikið eins konar tilraunakennda spunatónlist. Meðlimir sveitarinnar (sem sumir hverjir urðu síðar þjóðþekkt tónlistarfólk) voru þau Árni Óskarsson söngvari…

Skólpkólfar (1987)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Skólpkólfar og var þá skipuð ungum tónlistarmönnum, hún starfaði á Suðurnesjunum haustið 1987 og var hugsanlega úr Keflavík. Upplýsingar um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar, starfstíma og fleiri sem þætti bitastætt í umfjöllun um hana mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Skröltormarnir (1999)

Skröltormarnir var skammlíf hljómsveit starfandi árið 1999 og kom líklega fram aðeins í fáein skipti snemma árs. Meðlimir sveitarinnar (sem mun að einhverju leyti hafa sérhæft sig í tónlist Elvis Presley) voru þeir Karl Örvarsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson (Halli Gulli) trommuleikari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari. Þeir höfðu allir leikið með…

Skrölt (1983)

Pönksveitin Skrölt mun hafa verið starfrækt á Ísafirði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin átti efni á safnkassettunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem Sigurjón Kjartansson, þá ungur tónlistarmaður á Ísafirði sendi frá sér undir útgáfumerkinu Ísafjörður über alles, árið 1983. Sigurjón mun sjálfur hafa verið einn liðsmaður sveitarinnar, e.t.v. leikið þar á…

Skruggurnar [2] (1983)

Skruggurnar var danshljómsveit sem kom fram á héraðsvöku austur á Fljótsdalshéraði árið 1983, líkur benda því til að sveitin hafi verið af svæðinu. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Skrugganna, starfstíma og annað sem þætti viðeigandi í umfjöllun um sveitina.

Skruggurnar [1] (um 1965)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp stúlkna í Kópavoginum (líklega á gagnfræðaskólaaldri) sem kom fram að öllum líkindum í nokkur skipti opinberlega um miðbik sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Skruggurnar. Ekki liggur fyrir hversu stór sönghópurinn var en hér er giskað á kvartett eða kvintett, Svanfríður Jónasdóttir (síðar alþingiskona og bæjarfulltrúi) gæti hafa verið…

Skuggar [2] (1960-62)

Fjölmargar heimildir er að finna um keflvíska skólahljómsveit sem starfrækt var í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar enda var þessi sveit að einhverju leyti forveri hinna einu sönnu Hljóma frá Keflavík, gallinn er hins vegar að heimildirnar eru bæði misvísandi og sundurleitar og því verður að geta nokkuð inn í eyðurnar. Svo virðist sem hljómsveitin…

Afmælisbörn 2. febrúar 2022

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Afmælisbörn 1. febrúar 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…