Afmælisbörn 3. nóvember 2022

Ólafur Arnalds

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag:

Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit og I adapt svo fáeinar séu nefndar. Síðustu árin hefur hann m.a. starfrækt dúettinn Kiasmos og verið annar eigenda Öldu music.

Húnvetningurinn Sigurvald Ívar Helgason trommuleikari og hljóðmaður fagnar í dag fimmtugs afmæli sínu sem er auðvitað stórafmæli. Sigurvald hefur trommað með sveitum eins og Langbrók, Flugunni, Hljómsveit hússins, Hressu húsflugunni, Kamp knox og Lexíu og jafnframt leikið inn á nokkrar plötur með hinum og þessum listamönnum.

Vissir þú að hljómsveitin Strigaskór nr. 42 gaf út lagið Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns á plötu sinni Blót sem kom út 1994?