Sælgætisgerðin – Efni á plötum

Sælgætisgerðin – Acid jazz & funk Útgefandi: KISI HF Útgáfunúmer: SM62CD Ár: 1995 1. 2001 (Also sprach Zarathustra) 2. Give it up 3. Maceo (mag poo) 4. Cantaloop (Cantaloop island) 5. Cold sweat 6. Love the life you live 7. Super bad 8. Psychedelic Sally 9. Kobbi Skæler 10. Hang up ypur hangups 11. Get on…

Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)

Prófasturinn og menntaforkólfurinn Sigtryggur Guðlaugsson kemur víða við sögu en hann var mætti segja frumkvöðull í ýmsum þáttum samfélagsins hérlendis, hann stofnaði t.a.m. héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og var framarlega í mennta-, bindindis- og félagsmálum, hann sýndi fram á að skóg- og skrúðgarðarækt væri möguleg í vestfirsku landslagi og síðast en ekki síst vann…

Sigríður Thorsteinsson (1887-1944)

Sigríður Thorsteinsson var kunn sópran söngkona og kórstjórnandi með Íslendinga í samfélagi þeirra í Kanada en hún naut þar mikillar virðingar. Sigríður (fædd Sigríður Karólína Haraldsdóttir en tók upp nafnið Sigríður Olson eftir að faðir hennar tók Olson nafnið upp) fæddist í Winnipeg í Manitoba í mars 1887. Hún lærði bæði söng og píanóleik og…

Sigríður Friðriksson (1893-1918)

Sigríður Friðriksson (fædd Sigríður Jónsdóttir) píanóleikari og -kennari var af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en hún fæddist í Winnipeg í Manitoba fylki Kanada haustið 1893, hún tók upp fjölskyldunafnið Friðriksson að amerískum sið en faðir hennar hét Jón Vídalín Friðriksson. Sigríður hóf að læra á píanó tíu ára gömul og aðeins fimm árum síðar var hún…

Sölvi Helgason (1973-74)

Hljómsveit sem bar nafnið Sölvi Helgason lék á nokkrum dansleikjum í Tónabæ á fyrri hluta árs 1973 en ekki liggja fyrir upplýsingar um að sveitin hafi leikið á öðrum stöðum. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Sölva Helgason, fyrir liggur að Gunnar Ágústsson var trommuleikari sveitarinnar en ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan…

Sævar Sverrisson (1957-)

Söngvarinn Sævar Sverrisson hefur vægast sagt komið víða við á söngferli sínum, sungið með hljómsveitum af ólíku tagi og sungið inn á plötur annarra listamanna en hefur af því er virðist aðeins sent frá sér eitt lag í eigin nafni. Sævar er fæddur vorið 1957 og var innan við tvítugt þegar hann hóf að syngja…

Sælgætisgerðin (1994-97)

Sextettinn Sælgætisgerðin var sýrudjass- og funksveit sem spratt upp úr tónlistarskóla FÍH haustið 1994 en sveitin innihélt sex meðlimi sem þá voru í námi við skólann og áttu eftir að gera góða hluti í íslensku tónlistarlífi. Sælgætisgerðin átti sér heimavöll á Glaumbar við Tryggvagötu í hartnær eitt ár þar sem sveitin spilaði sig saman öll…

Sjómannakórinn á Ísafirði (1938-46)

Karlakór var starfræktur á Ísafirði fyrir miðja síðustu öld undir nafninu Sjómannakórinn á Ísafirði en eins og nafnið gefur til kynna var hann eingöngu skipaður sjómönnum og var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kórinn kom að öllum líkindum fyrst fram á fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur, í júní 1938 en síðan þá…

SauMA: Söngfélag Menntaskólans á Akureyri [félagsskapur] (1980-)

Innan Menntaskólans á Akureyri hefur verið starfandi söngfélag nemenda sem ber nafnið SauMA. SauMA (sem stendur fyrir Saungfélag MA / Söngfélag MA) var stofnað haustið 1980 í því skyni að efla söngstarf innan Menntaskólans á Akureyri á nýjan leik en þá hafði ekki verið starfandi kór við skólann um nokkurra ára skeið, hvatamaður að stofnun…

The Saga Singers [1] (1968-2010)

The Saga Singers (The Saga Singers of Edmondon) var blandaður kór starfræktur meðal Vestur-Íslendinga í Edmondon í Kanada um árabil, sem lagði lengi vel áherslu á að syngja allt sitt efni á íslensku. The Saga Singers var upphaflega nafnlaus karlakór sem var stofnaður á fyrri hluta sjöunda áratugarins innan Norðurljós – Chapter INL, Edmondon Society…

Sjómannakórinn í Grundarfirði (1997)

Heimildir eru um að kór sjómanna hafi verið starfandi í Grundarfirði sumarið 1997 og er hér nefndur Sjómannakórinn í Grundarfirði. Kórinn söng í tilefni sjómannadagshátíðarhalda á staðnum en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 19. apríl 2023

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og fjögurra ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…