Sykurmolarnir (1986-92)

Hljómsveitin Sykurmolarnir á sér merkilega sögu og marka að mörgu leyti tímamót í íslenskri tónlist, sveitin varð t.a.m. fyrst íslenskra hljómsveita til að öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, hún markar upphaf ferils Bjarkar Guðmundsdóttur sem stórstjörnu í tónlist, hún varð fyrst íslenskra hljómsveita til að selja yfir milljón eintök af plötu, var og er e.t.v.…

Sykurmolarnir – Efni á plötum

Sykurmolarnir – Einn mol‘á mann [ep] Útgefandi: Smekkleysa / One little indian Útgáfunúmer: SM 3/86 Ár: 1986 1. Ammæli 2. Köttur Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Skytturnar – úr kvikmynd Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 31 Ár: 1987 1. MX 21 – Skyttan 2. Sykurmolarnir – Drekinn 3. Sykurmolarnir – Inn í borgina 4.…

Samkór Dalvíkur (1977-86)

Samkór Dalvíkur var hluti af öflugu söngstarfi sem var í gangi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en sönglíf á Dalvík og Svarfaðardalnum stóð þá í miklum blóma. Karlakór Dalvíkur hafði verið starfræktur um nokkurra áratuga skeið en var í tímabundinni pásu haustið 1977 en Kári Gestsson, þá nýorðinn skólastjóri tónlistarskólans á Dalvík og…

Samkór Árskógsstrandar (1977-95)

Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995. Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og…

Söngerlurnar (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um lítinn kvennakór sem líklega hafði að geyma tíu konur komnar á efri ár, sem starfaði á árunum í kringum 1980 undir nafninu Söngerlurnar eða Söngerlur og söng þá undir stjórn Maríu Markan óperusöngkonu sem einnig var þá komin á efri ár. Kórinn hafði á að skipa tíu konum úr Laugarnessókn…

Söngfélag Árborgar (1922-30)

Söngfélag vestur-Íslendinga í Árborg í Manitoba í Kanada var afar öflugt á þriðja áratug síðustu aldar en þá bjó þar og starfaði söngfræðingurinn Brynjólfur Þorláksson sem þá hafði þegar skapað sér nafn hér heima áður en hann fluttist vestur um haf. Félagið bar nafnið Söngfélag Árborgar og innihélt í raun tvo kóra – annars vegar…

Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem gekk að öllum líkindum undir nafninu Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki en hann var starfræktur undir lok tuttugustu aldarinnar, að minnsta kosti árið 1998. Hér er leitað eftir upplýsingum um starfsemi söngfélagsins, kórstjórnanda, hversu lengi það starfaði o.s.frv.

Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Söngfélag Biskupstungna (1972)

Söngfélag Biskupstungna var skammlífur blandaður kór sem stofnaður var í upphafi árs 1972 innan Ungmennafélags Biskupstungna gagngert til að syngja á tónleikum um vorið, að minnsta kosti varð ekki framhald á söngnum eftir þá tónleika. Það var Loftur Loftsson sem stjórnaði Söngfélagi Biskupstungna en tvennir tónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu í maí 1972, kórinn…

Söngfélag Árskógsstrandar (1910-11)

Söngfélag mun hafa verið starfrækt veturinn 1910-11 á Árskógsströnd en þann vetur sinnti Snorri Sigfússon barnaskólakennslu og mun hafa verið maðurinn á bak við það. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þetta söngfélag, sem mun hafa gengið undir nafninu Söngfélag Árskógsstrandar en líklegast hlýtur að teljast að það hafi verið skipað börnum og unglingum.

Söngfélag Bolvíkinga (1911)

Árið 1911 var starfrækt söngfélag í Bolungarvík sem óskað er eftir upplýsingum um, nafn þess liggur ekki einu sinni fyrir en það gæti hafa gengið undir nafninu Söngfélag/Söngfjelag Bolvíkinga eða Söngfélag/Söngfjelag Bolungarvíkur. Hér vantar því nánast allar upplýsingar, um nafn, stjórnanda/stjórnendur, starfstíma, stærð o.s.frv.

Afmælisbörn 26. apríl 2023

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…