Unglingahljómsveitin Blend starfaði í Hafnarfirði í kringum 1990 og var einn af fyrirrennurum hljómsveitarinnar Botnleðju.
Meðlimir hennar voru Haraldur F. Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Unnar [Bjarnason?] sem gæti hafa leikið á hljómborð.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.


