
Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu
Blandaður kór var starfandi á Flateyri árið 1992 undir stjórn Ágústu Ágústdóttur prestfrúar í Holti í Önundarfirði. Þetta var kór sem innihélt um fjóra tugi söngfólks, og bar heitið Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu.
Svo virðist sem kórinn hafi ekki starfað nema í fáeina mánuði.














































