Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [2] (1995)

Árið 1995 var djasshljómsveit starfrækt undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar en sveitin kom fram á tónleikum á Fógetanum sem voru hluti af RÚREK djasshátíðinni. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Guðmundsson hljómsveitarstjóri og píanóleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari og Dan Cassidy fiðluleikari en einnig kom Rúnar Georgsson saxófónleikari fram með…

Sýróp [3] (2002)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Sýróp árið 2002 en það ár var hljómsveitin með lag á safnplötunni Afsakið hlé. Meðlimir Sýróps voru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari, Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði og óskað er eftir…

Strögl (1985-88)

Hljómsveit sem bar nafnið Strögl starfaði á Raufarhöfn upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1985 til 88 – leiðréttingar þ.a.l. má senda Glatkistunni. Meðlimir Strögls voru þeir Halldór Þórólfsson bassaleikari, Einar Sigurðsson söngvari og trommuleikari, og Kristján Guðmundson hljómborðsleikari, einnig mun Víðir Óskarsson hafa verið gítarleikari sveitarinnar um tíma.

Spegill spegill (1981-82)

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta. Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði…

Iceland seafunk corporation (1982-84)

Fusion sveitin Iceland seafunk corporation (ISC) skemmti bræðingsþyrstum áheyrendum um tveggja ára skeið en náði þó ekki að gefa út efni á plötu. Sveitin var stofnuð haustið 1982 og gekk fyrstu vikurnar undir nafninu Friðbjörn og fiskiflugurnar. Meðlimir hennar í byrjun voru Styrmir Sigurðarson hljómborðsleikari, Lárus Árni Wöhler bassaleikari, Óskar Sturluson gítarleikari og Þorsteinn Gunnarsson…

Spottarnir á Café Rosenberg

Vísnabandið  Spottarnir verða með tónleika á Café Rosenberg fimmtudagskvöldið 31. mars. Spottarnir syngja vísur eftir Cornelis Vreeswijk  sem er ein aðal uppspretta sveitarinnar, á efnisskrá eru einnig lög eftir Magnús Eiríksson, Megas, Hank Williams og ýmsa aðra. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni…

Spottarnir í Norræna húsinu

Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar líka fanga bæði hér heima sem og vestan hafs og austan. Til að fagna tíu ára afmælinu efnir hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggerti…

Spottarnir með tónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Spottarnir er að vakna til lífsins á nýju ári og verður komin til nægilegrar rænu til að halda tónleika á Café Rosenberg þriðjudaginn 12. janúar. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni sem leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og spilar á gítar og Karli…

Draumsýn [2] (1977-79)

Hljómsveitin Draumsýn starfaði í Réttarholtsskóla í tvo vetur, að öllum líkindum 1977-79, og innihélt tvo fræga einstaklinga. Meðlimir Draumsýnar voru Björk Guðmundsdóttir söngkona og þverflautuleikari, Gunnlaugur Helgason trommuleikari og síðar útvarpsmaður, Einar Sigurðsson bassaleikari og Eyjólfur Alfreðsson síðar fiðluleikari en lék líklega á gítar í þessari sveit. Þótt Draumsýn yrði ekki þekkt utan skólans náði…

Jassgaukar (1984-88 / 1994)

Djasshljómsveitin Jassgaukar lék saman um fjögurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn. Kjarni sveitarinnar voru þeir Ari Haraldsson saxófónleikari, Einar Sigurðsson kontrabassaleikari og Helgi Þór Ingason píanóleikari (South River band o.fl.), þeir höfðu eitthvað verið viðloðandi tónlistarskóla FÍH og stofnuðu bandið uppfrá því. Þeir léku á öldurhúsum bæjarins og víðar allt til 1988 en Jassgaukar…

Afsakið! (1983-84)

Hljómsveitin Afsakið! starfaði allavega á árunum 1983-84 en hún var eins konar systursveit fönksveitarinnar Iceland seafunk corporation. Afsakið! mun hafa innihaldið þegar mest var, tólf til fjórtán manns. Sveitin var stofnuð vorið 1983 og skráði sig til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar um haustið, sem þá voru haldnar í annað skiptið. Aldrei reyndi þó á sveitina því…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)

Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…