Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Jóhanns Gunnars Halldórssonar (1948 / 1953 / 1963-64)

Heimildir eru um að minnsta kosti þrjár hljómsveitir sem störfuðu í nafni hljómsveitarstjórans Jóhanns Gunnars Halldórsson, sem störfuðu yfir rúmlega fimmtán ára tímabil. Fyrsta Hljómsveit Jóhanns Gunnars (eða Hljómsveit Jóhanns G. Halldórssonar) var húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina (Gúttó) árið 1948 og hafði þá starfað um nokkurt skeið – hversu lengi liggur þó ekki fyrir.…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins (1948-50)

Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950. Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Braga Hlíðberg (1946-56 / 1993-96)

Þegar talað er um hljómsveit Braga Hlíðberg er í raun um nokkrar sveitir að ræða – þar af ein sem starfaði í þrjú til fjögur ár, hinar sveitirnar höfðu mun skemmri líftíma. Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari starfrækti árið 1946 hljómsveit sem var auðsýnilega skammlíf því hún virðist aðeins hafa leikið um skamma hríð um sumarið fyrir…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1959-66)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram árið 1959 og var þá skipuð hljómsveitarstjóranum Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara, Reyni Jónassyni saxófónleikara, Guðjóni Pálssyni píanóleikara, Hrafni Pálssyni bassaleikara og Guðmundur Steingrímssyni trommuleikara. Haustið 1962 var sveitin ráðin…

Tunnubandið (1944-45)

Í Vestmannaeyjum við stríðslok var starfandi hljómsveit ungra tónlistarmanna í gagnfræðiskólanum í Vestmannaeyjum, sem sumir hverjir áttu síðar eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið í Eyjum og víðar. Það var vorið 1944 sem þeir Marinó Guðmundsson (kallaður þá Malli skó) trompetleikari, Gísli Hjálmar Brynjólfsson gítarleikari, Guðjón Kristófersson gítarleikari, Guðni A. Hermansen harmonikkuleikari, Björgvin Guðmundsson…

Hljómsveitir Jan Morávek (1948-62)

Tékknesk/austurríski tónlistarmaðurinn Jan Morávek bjó og starfaði hér á landi allt frá árinu 1948 og til andláts 1970 en hann var afkastamikill, lék á fjölda hljóðfæra með fjölmörgum tónlistarmönnum og inn á fjölda platna, hann starfrækti jafnframt fjölda hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum sem hér verða til umfjöllunar eftir fremsta megni – upplýsingar eru…

Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62)

Eyþór Þorláksson starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en þó með hléum þar sem hann m.a. starfaði og nam gítarfræði á þeim tíma á Spáni. Tríóið kemur fyrst við sögu sumarið 1953 og var þá líklega sett saman fyrir tónleika sem breska söngkonan Honey Brown hélt hérlendis, svipaður viðburður…

Samkór Hvammstanga (1989)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hvammstanga aðrar en að hann mun hafa verið starfandi árið 1989 undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Frekari upplýsingar um kórinn óskast sendar Glatkistunni.

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Karlakórinn Vísir (1923-83)

Karlakórinn Vísir á Siglufirði átti sér langa og merkilega sögu en eftir hann liggja fjölmargar útgáfur sem ná yfir sjötíu ára tímabil. Tónlistarhefðin á Siglufirði hafði til þessa miðast við þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var kunnur um land allt fyrir starf sitt, hann kom einmitt að stofnun kórsins og var síðar gerður að heiðursfélaga…

Karlakór Vestmannaeyja [4] (1941-62)

Sá Karlakór Vestmannaeyja sem starfaði hvað lengst og áorkaði hvað mestu, var starfræktur á um rúmlega tuttugu ára skeiði um miðja síðustu öld. Það sem þó einkenndi starf hans öðru fremur voru tíð kórstjóraskipti en sjö stjórnendur komu við sögu hans, þar af einn þeirra þrívegis. Það var Ragnar Halldórsson tollþjónn í Vestmannaeyjum sem var…

Djasshljómsveit Hauks Ágústssonar (1984-86)

Djasshljómsveit Hauks Ágústssonar starfaði um skeið á Akureyri um miðjan níunda áratug síðustu aldar en um var að ræða djasshljómsveit sem upphaflega var sett saman 1984 og var starfrækt svo með hléum líklega til haustsins 1986 en þá lék sveitin víða um norðanvert landið. Um var að ræða tímabundið verkefni á vegum MENOR (Menningarsamtaka Norðlendinga…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…