Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…

Flugan (1999-2004)

Hljómsveitin Flugan frá Sandgerði starfaði í nokkur ár um og upp úr aldamótum, lék nokkuð á dansleikjum og skemmtunum á Suðurnesjunum og sendi frá sér eina plötu. Sveitin var stofnuð formlega 1999 en þá höfðu nokkrir félagar í Sandgerði verið að leika sér með hljóðfæri í einhvern tíma á undan og starfað undir nafninu Konukvöl,…

Nerðir (1992)

Nerðir var skammlíf sveit úr Sandgerði sem starfaði 1992. Sveitin spilaði grunge rokk og meðlimir hennar voru Viggó Maríasson, Smári Guðmundsson, Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson og Pálmar Guðmundsson. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan Njarða.

Hobbitarnir (2004-)

Dúettinn Hobbitarnir var stofnaður 2004 í Sandgerði og hefur verið starfandi allt til dagsins í dag. Meðlimir hans eru Ólafur Þór Ólafsson og Hlynur Þór Valsson en báðir spila þeir á gítar og syngja. Hobbitarnir hafa einkum skemmt á heimavelli þótt þeir fari víða um land. Þeir hafa á skemmtunum sínum spilað eigið efni auk…

Jónatan (1990-91)

Hljómsveitin Jónatan úr Sandgerði og Njarðvík starfaði a.m.k. 1990 og 91 og keppti um vorið 1991 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur B. Clausen bassaleikari, Þórður Jónsson trommuleikari, Kristinn Hallur Einarsson hljómborðsleikari og Inga Rósa Þórarinsdóttir söngkona. Þó svo að sveitin kæmist ekki í úrslit keppninnar var Ólafur Þór…

Raddlaus rödd (1999-2000)

Hljómsveitin Raddlaus rödd starfaði 1999, keppti í Músíktilraunum þá um vorið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Jóhann Linnet Hafsteins bassaleikari og Ólafur Þór Ólafsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á sautjánda ári. Sveitin keppti aftur að ári skipuð sama mannskap en náði ekki heldur í úrslit í…

Skóp (1986-87)

Hljómsveitin Skóp frá Sandgerði var stofnuð síðla árs 1986 og keppti vorið eftir í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði enda komst hún ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Þórður Pálmi Jónsson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari, Kristinn H. Einarsson hljómborðsleikari og Heiðmundur B. Clausen bassaleikari. Ári síðar tók…