Afmælisbörn 8. september 2025

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og þriggja ára afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 8. september 2024

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og tveggja ára afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 8. september 2023

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Afmælisbörn 8. september 2022

Sjö afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem fagnar stórafmæli í dag en hann er sextugur, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út…

Seyðisfjarðartríóið (um 1930)

Seyðisfjarðartríóið sem svo er hér nefnt starfaði ekki undir því nafni en hefur í heimildum verið kallað það, en það var nafnlaust tríó starfandi í kringum 1930 á Seyðisfirði – hvenær nákvæmlega liggur þó ekki alveg fyrir. Það voru þeir Þorsteinn Gíslason fiðluleikari, Þórarinn Kristjánsson sellóleikari (bróðir Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara og faðir Leifs Þórarinssonar…

Vonbrigði (1981-86 / 2001-)

Í hugum flestra er hljómsveitin Vonbrigði sterkbundin ímynd kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík (1982) enda ómaði upphafslag myndarinnar (Ó, Reykjavík) flutt af sveitinni, í partíum og útvarpi lengi vel á eftir og hefur þannig orðið samofið pönkinu og þeirri bylgju sem fylgdi á eftir. Það var þó varla nema í byrjun sem spyrða má Vonbrigði við…

Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Orri Sæmundsen voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að…

Talúla (1997)

Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997. Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Risaeðlan (1984-96)

Hljómsveitin Risaeðlan skipar sér í flokk með Smekkleysu-hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless sem e.t.v. hlutu meiri athygli á erlendri grundu en íslenskri, Hljómsveitin var stofnuð í árbyrjun 1984 og var upphaflega sett saman fyrir eina menntaskólauppákomu, meðlimir þessarar fyrstu útgáfu Risaeðlunnar voru Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir…

Jazzhljómsveit Konráðs Bé (1990-91)

Jazzhljómsveit Konráðs Bé er líklega ein af þeim sveitum sem hefur fengið á sig nánast goðsagnakenndan blæ án þess þó að hinn almenni borgari hafi nokkurn tímann heyrt af henni, margir kannast þó við eina lag sveitarinnar sem hún sendi frá sér og er spilað um hver jól í útvarpi. Sveitin sem var súperband, myndað…

Englaryk (1978-81)

Pönksveitin Englaryk var annar undanfari hljómsveitarinnar Vonbrigða, sem síðar varð hlutgervingur íslensks pönks enda átti titillag þeirrar sveitar ekki lítinn þátt í að kynna kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Englaryk mun hafa verið nokkuð langlíf sveit á þess tíma mælikvarða, hún var líklega stofnuð 1978 af þeim Jóhanni Vilhjálmssyni gítarleikara, Jökli Friðfinnssyni bassaleikara, Grétari [?] og…

Hrúgaldin (1980)

Hrúgaldin var hljómsveit í Breiðholtinu starfandi um 1980, hún var undanfari Vonbrigða og var að mestu skipuð þeim sömu og voru í þeirri sveit. Árni Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Ellertsson bassaleikari og Þórarinn Kristjánsson trommuleikari voru líklega í Hrúgaldinum. Sveitin hét einnig um tíma Raflost.

Raflost [2] (1980)

Hljómsveitin Raflost starfaði í kringum 1980 og innihélt m.a. Gunnar Ellertsson bassaleikara og bræðurna Þórarin og Árna Kristjánssyni sem spiluðu á trommur og gítar. Þremenningarnir stofnuðu síðar pönksveitina Vonbrigði en höfðu allir verið í Hrúgaldin áður.