Afmælisbörn 26. ágúst 2015

Daníel Ágúst Haraldsson

Daníel Ágúst Haraldsson

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar að þessu sinni:

Daníel Ágúst Haraldsson söngvari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið í fremstu víglínu í sveitum eins og Gus gus og Esju sem eru af allt öðru tagi en einnig liggja eftir hann tvær sólóplötur, hann hefur aukinheldur verið nokkuð viðloðandi leikhústónlist. Daníel Ágúst fór sem fulltrúi Íslands í Eurovision keppnina 1989, þegar hann söng lag Valgeirs Guðjónssonar, Það sem enginn sér.