„Wrong Place, Right Time“ – fyrirlestur um hljómsveitina The Fall

Kieran Curran
Kieran Curran

Dr. Kieran Curran; írskur bókmenntafræðingur, tónlistarmaður og rýnir mun nú á laugardaginn flytja erindi um The Fall sem verður nokkurs konar akademískur listgjörningur.

Pælingar um eðli og eigindir þessarar mögnuðu sveitar verða bornar fram með hljóðdæmum og innblásnu skurki. Arnar Eggert Thoroddsen mun kynna hann til leiks og á eftir verður opið fyrir spurningar/umræður.

Allir áhugamenn um The Fall, síðpönk og dægurtónlist almennt ættu að taka þessu höndum tveimur. Gott til að hefja laugardag og þoka þynnkunni í burtu…

Viðburðurinn fer fram í SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) að Seljavegi 32, laugardaginn 29. ágúst, kl. 13.00