Betri en ekki neinn

Betri en ekki neinn
(Lag / texti: Jens Hansson / Friðrik Sturluson)

Hann virðist koma öðrum hnetti frá
og augun stara í tómið, stjörnugrá.
Vel brynjaður frá toppi niður í tá,
hann innra með sér geymir kraft og þrá.

viðlag
Og hann er betri en ekki neinn,
þó hann sé kaldur eins og steinn.
Hann kann að bræða hjarta þitt,
og jafnvel líka mitt.
Og hann er betr´en ekki neinn
þó hann sé kaldur eins og steinn,
og Frosti hugsar alltaf sitt.

En leiðin hefur verið þyrnum stráð
og sjaldan til að gleðjast verið áð.
Hans tilvera er hógvær hetjudáð,
og verður vart sögubækur skráð.

En hann er betri en ekki neinn…

Hann þræðir lífsins slönguspil,
en heldur sínu striki jafnt og þétt.
Hann sýnir á sér nýja hlið,
á ögurstundu breytir alltaf rétt — alltaf rétt.

En hann er betri en ekki neinn.
Þó hann sé kaldur eins og steinn
hann kann að bræða hjarta þitt,
og jafnvel líka mitt.
Já, hann er betr´en ekki neinn
þó hann sé kaldur eins og steinn,
hann kann að bræða hjarta þitt.
Hann Frosti hugsar sitt.
Og hann er betri en ekki neinn,
þó hann sé kaldur eins og steinn
hann kann að bræða hjarta mitt,
og jafnvel líka þitt.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]