Ef við lítum yfir farinn veg

Ef við lítum yfir farinn veg
(Lag / texti: óþekktur höfundur / Haraldur Ólafsson)

Er við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð
færast löngu liðnar stundir okkur nær.
Því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð
uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær.
Öll þau yndisfögru kvöld,
okkar litlu skátatjöld,
eru gömlum skátum endurminning kær.
Þegar varðeldarnir seiða og við syngjum okkar ljóð
suðar fossinn og töfrahörpu slær.

[á plötunni Varðeldakórinn – Skátasöngvar]